fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýju bílastæða– og tæknihúsi Nýs Landspítala

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. maí 2022 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða – og tæknihúsi, BT húsi, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá LSH og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu.

Nýtt bílastæða- og tæknihús verður um 19.000 fermetrar að stærð með um 500 bílastæði. Auk þess eru um 200 hjólastæði í húsinu en einnig eru 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur.

„Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi hér í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til hér við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða – og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar hér á svæðinu myndi eina heild,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.

Jarðvinna á rannsóknarhúsinu er lokið og nú strax hefst nýr áfengi við jarðvinnu á húsinu. „ Eftir alútboð var samið við Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd og markar því dagurinn í dag eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu hér við Hringbraut,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Ný Landspítala.

Um bílastæða og tæknihúsið (BT húsið)

Bílastæða- og tæknihúsið verður um 19.000 fermetrar að stærð og er í raun átta hæðir, fimm hæðir ofan jarðar og þrjár hæðir neðanjarðar. Bílastæða og tæknihús eða (BT húsið) mun rúma stæði fyrir 510 bíla. Í húsinu verður hjólageymsla fyrir 200 hjól. Bíla- og hjólastæði svæðisins verða til framtíðar nægjanleg miðað við allar framtíðarspár. Einnig er verið að byggja bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegum bílakjallara Hörpunnar sem er á tveimur hæðum þar sem verða 200 bílastæði, ætluð sjúklingum og gestum.

Þar verður gott aðgengi beint inn í spítalann. Úr bílastæða og tæknihúsinu verður einnig hægt að ganga á milli húsa eftir göngum. Tæknihluti hússins er afar mikilvægur, þar verður tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítalans þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar hér á öllu svæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns og það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Þá er hér kælikerfi spítalans en loftinntök og öll loftræsing innan spítalans ,sama hvaða hús það eru, sem skiptir verulegu máli í starfseminni.

Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi hér í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til hér við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða – og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar hér á svæðinu myndi eina heild,“.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi