Manchester United hefur tekið ákvörðun um að bæði Eric Bailly og Aaron Wan-Bissaka séu til sölu í sumar. Fabrizio Romano greinir frá.
Erik ten Hag er að taka við sem stjóri United og má ætla að hann hafi verið með í ráðum.
Búist er við að hreinsað verði til í hópi United í sumar og Romano segir að United sé til búið að selja þá félaga.
Wan-Bissaka hefur misst allt traust eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn úr starfi en Bailly hefur átt mjög erfitt uppdráttar.
Ljóst er að margir leikmenn fara frá United í sumar en nú er ljóst að Paul Pogba, Jesse Lingard, Juan Mata, Nemanja Matic og fleiri fara.
Manchester United are prepared to let Eric Bailly and Aaron Wan-Bissaka leave this summer. It depends on the proposals but both have chances to leave the club, as expected. 🔴 #MUFC https://t.co/zPgpPklaVc
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2022