Liverpool hefur tilkynnt að félagið muni halda skrúðgöngu þar sem góðum árangri tímabilsins verður fagnað. Mun engu breyta hvort liðið vinni deildina eða Meistaradeildina.
Liverpool hefur nú þegar unnið enska bikarinn og deildarbikarinn en liðið er stigi á eftir Manchester City fyrir lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.
Liverpool mætir svo Real Madrid 28 maí í úrslitum Meistaradeildarinnar, degi síðar verður svo skrúðganga um Bítlaborgina.
Liverpool ætlar þar að fagna tímabilinu með stuðningsmönnum sínum en búist er við að fleiri þúsund stuðningsmenn munu fagna með liðinu á götum Liverpool.