Oli McBurnie framherji Sheffield United gæti þurft að svara til saka hjá lögreglu eftir að hafa sparkað og stappað ofan á stuðningsmanni Notingham Forrest á þriðjudag.
Allt fór úr böndunum þegar Nottingham tryggði sig áfram í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Ráðist var á Billy Sharp leikmann Sheffield og hefur karlmaður verið handtekinn vegna þess.
Seint í gær birtist svo myndskeið af McBurnie að stappa ofan á stuðningsmanni Nottingham og skoðar lögreglan nú málið.
Sheffield United's Oli McBurnie has been accused of "stamping" on a Nottingham Forest fan during the Championship play-off semi-final on Tuesday night. pic.twitter.com/Mre01KOpBH
— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 18, 2022
Að leik loknum hlupu stuðningsmenn Nottingham inn á völlinn en einn þeirra ákvað að ráðast á Billy Sharp leikmann Sheffield.
Forest fan headbutts Sheffield United’s billy sharp pic.twitter.com/vQ98GP4YNu
— Football Fights (@footbalIfights) May 17, 2022
Atvikið vekur mikinn óhug en Sharp var nokkuð særður eftir árásina en maðurinn skallaði hann beint í andlitið.
Lögreglan í Nottingham hefur svo handtekið mann sem grunaður er um árásina.