Sadhana og Sanjeev Prasad, sem búa í Haridwar í Uttarakhandríki, krefja son sinn og tengdadóttur um sem svarar til um 85 milljóna íslenskra króna fyrir barnleysið.
Í stefnu hjónanna kemur fram að þau hafi eytt sem svarar til um 34 milljóna íslenskra króna í uppeldi sonarins sem er einkabarn þeirra. CNN skýrir frá þessu.
„Þau ólu hann, menntuðu hann, gerðu hann álitlegan, gerðu hann að flugmanni sem var dýrt,“ sagði Arvind Srivastava, lögmaður foreldranna, nýlega og bætti við: „Þau sjá nágranna sína leika við barnabörnin sín og finnst að þau hefðu líka átt að fá barnabarn. Þau segja að þau hafi ekki gift þau til að þau gætu búið ein . . Svo þau sögðu að á næsta ári yrðu þau að koma með barnabarn eða greiða bætur.“
Hann benti einnig á að foreldrarnir séu að eldast og „enginn sé til að annast þau“ og að „allir foreldrar vilja verða afi og amma einhvern daginn“.