fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Segist vera tímaferðalangur og spáir miklum hamförum á árinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 21:00

Hann dregur upp ófagra framtíðarspá. Skjáskot/richardtilsed / TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notendur á samfélagsmiðlinum TikTok hafa að undanförnu verið iðnir við að deila aðvörun sem „tímaferðalangur“ birti á miðlinum. Hann varar við miklum hamförum á árinu og segist hafa skjöl sem staðfesti það sem hann segir.

Daily Star segir að viðkomandi setji fram ógnvekjandi og torræðar upplýsingar um atburði sem eiga að eiga sér stað í sumar.

Það er TikTok-notandinn Kawhi Leonard, einnig þekktur sem „thehiddengod1“ sem segist vera tímaferðalangur í stuttu myndbandi. Þar segir hann að jörð muni klofna í Bandaríkjunum og milljónir manna muni hverfa.

Hann birtir ógnvekjandi myndir með spádómum sínum og nefnir ákveðnar dagsetningar sem hann hvetur fólk til að muna.

Fyrsti atburðurinn á að eiga sér stað 14. júlí en þá á sterkasti jarðskjálfti sögunnar í Bandaríkjunum að ríða yfir. 9. ágúst munu tvær milljónir manna hverfa á dularfullan hátt að sögn „tímaferðalangsins“ og þann 3. október munu dularfull dýr, sem hann nefnir „stalkers“ koma fram á sjónarsviðið.

En væntanlega er nú betra að taka þessum spádómum „tímaferðalangsins“ með miklum fyrirvara. Töluvert hefur farið fyrir „tímaferðalöngum“ á TikTok að undanförnu og hafa þeir deilt margvíslegum upplýsingum og spádómum með notendum miðilsins.

Skjáskot/richardtilsed / TikTok
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu