Fljúgandi furðuhlutir hafa verið þekktir í Bandaríkjunum í rúmlega hálfa öld sem og víðar um heiminn. Í allan þennan tíma hafa ýmsar samsæriskenningar verið á lofti um uppruna þeirra.
Ekki er langt síðan bandaríski herinn birti myndbandsupptökur úr herflugvélum og frá herskipum af fljúgandi furðuhlutum. Flug sumra var þannig að margir töldu að hlutirnir gætu ekki verið héðan frá jörðinni því við búum ekki yfir tækni sem gerir okkur kleift að fljúga eins og þeir gerðu.
Moultrie lét þessi orð falla þegar hann kom fyrir þingnefnd ásamt Scott Bray sem er aðstoðarforstjóri leyniþjónustu sjóhersins.
Fyrrnefndar upptökur, sem herinn birti, eru af um 140 óþekktum fljúgandi hlutum eða UAP eins og bandarískir herflugmenn kalla þá. Elstu upptökurnar eru frá 2004.
Moultrie sagði ljóst að bandarískir hermenn hafi komist í návígi við UAP og þar sem þessir hlutir geti ógnað flugöryggi og almennu öryggi sé varnarmálaráðuneytið staðráðið í að komast að hvaðan þeir eru og hvað þeir eru.