fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Reyna að fá Rússa til að flytja norður á bóginn – Lofa þeim ókeypis jarðnæði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. maí 2022 09:00

Það vantar fleira fólk á rússnesku heimskautasvæðin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska ríkisstjórnin vill fá fleiri Rússa til að flytja norður á bóginn, þangað sem strjálbýlt er á heimskautasvæðinu. Til að reyna að lokka fólk til að flytja sig norður á bóginn hefur átaki verið hleypt af stokkunum. Í því felst að fólk fær einn hektara af landi ókeypis á heimskautasvæðinu ef það flytur þangað.

Ein milljón hektara er í boði í þeirri von að það takist að lokka eina milljón Rússa norður á bóginn. Rússneska ríkisstjórnin hyggst nýta sér að hitastigið á norðurslóðum fer hækkandi vegna loftslagsbreytinganna og vill reyna að snúa vörn í sókn á þeim slóðum en þar hefur fólki farið fækkandi um langa hríð.

Meðalhitinn á norðurheimskautssvæðinu hækkaði um 3,1 gráðu frá 1971 til 2019 sem er um þrisvar sinnum meiri hækkun meðalhita en á heimsvísu samkvæmt skýrslu frá AMAP sem fylgist með umhverfismálum fyrir hönd Heimsskautaráðsins.

Jótlandspósturinn segir að stærsti hluti þess jarðnæðis sem fólk getur sótt um að eignast núna sé í norðvesturhluta Murmansk sem liggur að Noregi. Gerð er krafa um að fólk búi á svæðinu í minnst fimm ár áður en heimilt er að selja eða leigja landið út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær