fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Rússar misnotuðu skúr Karls í áróðursstríði sínu – „Mér finnst þetta undarlegt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 06:40

Umræddur skúr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 30 árum voru þrjár spýtur á kofa einum í Salttjenr í Vadsø í Noregi málaðar hvítar. Skúrinn er rauður en skáspýturnar á hurðinni eru hvítar og mynda „Z“. Þetta hafa Rússar nú nýtt sér í áróðursstríði sínu vegna stríðsins í Úkraínu.

„Norður-Noregur styður sérstöku rússnesku hernaðaraðgerðina,“ segir rússneski netmiðillinn severpost.ru og birtir þessu til „sönnunar“ mynd af skúrnum en getur þess ekki að merkið er áratuga gamalt.

Skjáskot af umfjöllun severpost.ru.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Z“ á hurðinni er sama merki og rússneskar hersveitir hafa notað í stríðinu í Úkraínu, meðal annars á ökutæki sín.

„Mér finnst þetta undarlegt. Ég segi ekki að þetta sé hlægilegt því þetta er jú hluti af klikkaðri áróðursmaskínu sem keyrir og er á öllum stigum,“ sagði Karl Peter Beldo, eigandi skúrsins, í samtali við Norska ríkisútvarpið.

„Ef þetta væri 14 daga væri hægt að ræða um þetta. En þetta hefur verið svona síðan á tíunda áratugnum. Það eru jú 30 ár,“ sagði hann.

Hurðin er einföld, var smíðuð á staðnum og styrkt með skáspýtum. Beldo sagði að algengt hafi verið að mála styrktarspýtuna til að sjá hvar hurðin væri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT