„Norður-Noregur styður sérstöku rússnesku hernaðaraðgerðina,“ segir rússneski netmiðillinn severpost.ru og birtir þessu til „sönnunar“ mynd af skúrnum en getur þess ekki að merkið er áratuga gamalt.
„Z“ á hurðinni er sama merki og rússneskar hersveitir hafa notað í stríðinu í Úkraínu, meðal annars á ökutæki sín.
„Mér finnst þetta undarlegt. Ég segi ekki að þetta sé hlægilegt því þetta er jú hluti af klikkaðri áróðursmaskínu sem keyrir og er á öllum stigum,“ sagði Karl Peter Beldo, eigandi skúrsins, í samtali við Norska ríkisútvarpið.
„Ef þetta væri 14 daga væri hægt að ræða um þetta. En þetta hefur verið svona síðan á tíunda áratugnum. Það eru jú 30 ár,“ sagði hann.
Hurðin er einföld, var smíðuð á staðnum og styrkt með skáspýtum. Beldo sagði að algengt hafi verið að mála styrktarspýtuna til að sjá hvar hurðin væri.