Afturelding tók á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld.
Jasmín Erla Ingadóttir gerði fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna eftir hálftíma leik. Skömmu síðar var Sigrún Gunndís Harðardóttir þó búin að jafna fyrir heimakonur.
Staðan í hálfleik var jöfn.
Hún var það allt þar til fimm mínútur lifðu leiks en þá skoraði Jasmín sitt annað mark og kom gestunum aftur yfir.
Katrín Ásbjörnsdóttir innsiglaði svo 1-3 sigur Stjörnunnar í lok leiks.
Stjarnan er í fimmta sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Afturelding hefur einnig leikið fimm leiki og er í níunda sæti með þrjú stig.