Leikur Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum umspilsins í ensku B-deildinni í gær hefur verið mikið í fréttum fyrir eitthvað allt annað en knattspyrnu.
Forest vann einvígið eftir vítaspyrnukeppni í gær og mætir Huddersfield í hreinum úrslitaleik um að komast upp í ensku úrvalsdeildina.
Eftir leik fór í dreifingu myndband þar sem aðdáandi Forest skallaði Billy Sharp, leikmann Sheffield, í fagnaðarlátum eftir leik. Sá aðili hefur verið handtekinn.
Nú er svo í dreifingu myndband þar sem Oli McBurnie virðist traðka á stuðningsmanni Forest. Ljóst er að leikmaðurinn gæti lent í vandræðum þetta. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Sheffield United’s Oli Mcburnie stamping on a forest fan 😱 pic.twitter.com/AfKuoS0nMf
— Football Fights (@footbalIfights) May 18, 2022