fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Maður hringdi í Lovísu og sagðist hafa drepið köttinn hennar – „Hvað er að fólki?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lovísa Lúthersdóttir, íbúi í Mosfellsbæ, á læðuna Múslí, sem hefur verið týnd síðan 9. mars. Eins og nærri má geta hefur þetta valdið Lovísu, eiginmanni hennar og börnum hugarangri. Í gærkvöld fékk fjölskyldan símtal sem í fyrstu leit út fyrir að vera góðar fréttir um að læðan væri fundin en svo reyndist ekki vera. Lovísa segir svo frá málinu í Facebook-hópnum Kattarsamfélagið:

„Kisan okkar er búin að vera týnd síðan 9 mars og enn höldum við í vonina að hún rati aftur heim. Í gærkvöldi fáum við símtal frá leyninúmeri sem við höldum fyrst að séu gleðifréttir því einhver á hinni línunni segir I have your cat! Maðurinn minn endurtekur Do you have my cat, Múslí?? Krakkarnir spennast allir upp og ég finn létti yfir því að þessi martröð sé loksins á enda! Þá segir hann Yes I killed your cat! Its dead! Og svo spyr hann hvort við eigum annan kött, eins og hann væri að gefa í skyn að hann vildi drepa hann líka. Hvað er að fólki?? Eru einhverjir fleiri búnir að fá svona símtöl? Mig langar allavega að trúa að þetta hafi verið símaat.“

Hringt var úr leyninúmeri. Lovísa segir í samtali við DV að fyrst hafi verið hringt í hennar símanúmer en hún ekki hirt um að svara þar sem matartími fjölskyldunnar stóð yfir. Á næstum því sömu sekúndu var hringt í eiginmann hennar.

„Hvort þetta er kattardráp eða ömurlegur hrekkur er ómögulegt fyrir mig að segja til um,“ segir Lovísa. Hún segist ekki víða hafa gefið upp símanúmer sitt í auglýsingum eftir kettinum. „Það er til kattargagnagrunnur og þar fylgir símanúmerið, ég hef auglýst sjálf en þá fylgir ekki símanúmer nema á einum stað, ég setti upp prentaða auglýsingu í iðnaðarhverfi hérna fyrir ofan, þar sem Ístak er að vinna, þar eru svo margir útlendingar og því ég hugsaði með mér að útlendingar væru ekki mikið inni á þessum kattasíðum á Facebook.“

Segir Lovísa að það hvarfli að henni að sá sem hringdi geti verið einn af starfsmönnunum þó að hún vilji alls ekki fullyrða neitt um það. Ljóst hafi verið á mæli mannsins í símanum að um útlending var að ræða sem hefur ekki ensku að móðurmáli.

Lesendur eru beðnir um að skoða vel myndirnar af læðunni Múslí og ef einhver sem hefur orðið hennar var les þessa frétt er sá hinn sami beðinn um að tilkynna um það. Hún er örmerkt og er hægt að fara með hana til dýralæknis sem getur þá haft upp á eigandanum út frá örmerktinu. En einnig má tilkynna um hana í hópnum Kattarsamfélagið sem er opinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur