fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Segir að það hafi verið mistök af hálfu lögreglunnar að lýsa eftir Gabríel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 12:25

Gabríel Douane Boama

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að aðalmistökin sem lögregla hafi gert í máli strokufangans Gabríels Douane Boama hafi verið að lýsa eftir honum.

Málið skók samfélagið fyrir nokkrum vikum í kjölfar þess að Gabríel strauk úr gæslu lögreglunnar í héraðsdómi þar sem rétta átti yfir honum og fannst ekki fyrr en tæpri viku síðar. Lögregla lýsti eftir honum og sagði hann hættulegan. Þær tilkynningar leiddu til þess að lögreglan hafði tvisvar afskipti af sama piltinum, 16 ára unglingi, sem ekkert hafði til sakar unnið. Voru þau afskipti lögreglu tilkomin vegna tilkynninga frá almenningi. Það eina sem Gabríel og sá ungi maður eiga sameiginlegt er dökkur húðlitur og var lögregla sökuð um rasisma í málinu.

Á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri að lögregla hefði ekki getað brugðist öðruvísi við í málinu en hún gerði. Skellti hún skuldinni á þá aðila sem tilkynntu um unga manninn til lögreglu og töldu hann vera Gabríel.

Guðmundur Ingi skrifar Facebook-pistil um málið og segir meðal annars:

„Mistök númer eitt, tvö og þrjú voru að auglýsa eftir þessum strák með mynd og nafni. Lögreglan býr yfir ýmsum úrræðum í fámennu landi og þess ungi maður hefði fundist fljótlega án þess að auglýst hefði verið eftir honum.

Umræddur maður er ungur, áhrifagjarn og glímdi við erfiðleika á þessum tíma. Hann var að fara í gegnum réttarhöld sem eru alltaf erfið og taka verulega á andlega. Ég hef sjálfur fundað með honum og veit að hann er klár. Hann er að meðtaka hlutina og hann langar að komast á réttan kjöl í lífinu. Hann þarf að fá aðstoð til þess og fær hans að sjálfsögðu ekki eins og staðan er í dag.“

Guðmundur segir að þessi ákvörðun og fárið sem hún hafði í för með sér muni tefja fyrir endurhæfingu Gabríels og jafnvel skemma hana:

„Með því að auglýsa eftir honum var þessi ungi maður gerður tímabundið að hættulegasta glæpamanni landsins og sá stimpill hverfur seint sökum þess að hann er auðþekkjanlegur í okkar einsleita samfélagi og skartar eftirminnilegu eftirnafni. Þetta mun tefja ef ekki skemma endurhæfingu hans og varla hægt að reikna með að hann komist á beinu brautina á næstu árum þó ég voni svo sannarlega að hann nái að snúa þessu við.
Lögreglan stóð illa að þessu máli og skapaði vandamál í stað þess að fara eftir sínum nýju kjörorðum um að vernda og virða. Það hlýtur jú að vera markmiðið, að vernda og virða alla. Er það ekki annars?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“