Umboðsmaður Paul Pogba átti langan fund með Juventus í vikunni þar sem málefni franska miðjumannsins voru til umræðu.
Pogba þénar 290 þúsund pund á viku hjá Manchester United í dag en samningur hans er á enda og franski miðjumaðurinn vill fara.
Juventus hefur samkvæmt fréttum nú boðið Pogba 120 þúsund pund á viku og því myndu laun Pogba lækka um 28 milljónir á viku.
Í fréttum segir að Pogba ætti erfitt með að sætta sig við þessi laun en hann er þó klár í að koma aftur til Juventus fyrir 180 þúsund pund á viku.
Juventus er hins vegar að glíma við fjárhagslega erfiðleika og á erfitt með að teygja sig hærra en það.