Hrottaleg líkamsárás átti sér stað eftir leik Nottingham Forrest og Sheffield United í gær. Nottingham tryggði sig í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Nottingham Forest mætir Huddersfield í úrslitaleik.
Forest vann fyrri leikinn í Sheffield 1-2 og leiddi því fyrir leik kvöldsins.
Brennan Johnson kom Forest yfir á 19. mínútu á heimavelli í kvöld. Snemma í seinni hálfleik jafnaði Morgan Gibbs-White fyrir Sheffield United og John Fleck kom þeim síðan yfir þegar stundarfjórðungur var eftir.
Lokatölur í gær urðu 1-2 og staðan því 3-3 samanlagt eftir tvo leiki. Því var farið í framlengingu. Þar skoraði hvorugt liðið. Það þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar hafði Forest betur, 3-2, og fer því í úrslitaleikinn á Wembley þann 29. maí.
Að leik loknum hlupu stuðningsmenn Nottingham inn á völlinn en einn þeirra ákvað að ráðast á Billy Sharp leikmann Sheffield.
Forest fan headbutts Sheffield United’s billy sharp pic.twitter.com/vQ98GP4YNu
— Football Fights (@footbalIfights) May 17, 2022
Atvikið vekur mikinn óhug en Sharp var nokkuð særður eftir árásina en maðurinn skallaði hann beint í andlitið.
Lögreglan í Nottingham hefur svo handtekið mann sem grunaður er um árásina.
Hope Billy Sharp is alright. When slowed down you can see how bad it is. Head on head contact. Ban for Life and a prison sentence at the least… #twitterblades #sufc pic.twitter.com/JV2uDLNYuZ
— Ben Lambert (@benlambert514) May 17, 2022