Tengsl brjóstakrabbameins og ófrjósemi höfðu áður verið rannsökuð í litlum rannsóknum en nú hafa niðurstöður nýrrar stórrar rannsóknar verið birtar í vísindaritinu Breast Cancer Research.
The Guardian segir að sérfræðingar hjá Institute of Cancer Research London, þar sem rannsóknin var gerð, segi að niðurstöðurnar bendi til að frekari rannsókna sé þörf til að skilja undirliggjandi ástæður brjóstakrabbameins hjá körlum en þær eru nánast óþekktar.
Dr Michael Jones, höfundur rannsóknarinnar, segir niðurstöðurnar mikilvægar því þær tengi ófrjósemi við brjóstakrabbamein hjá körlum. „Rannsóknin okkar bendir til að ófrjóir karlar geti verið allt að tvisvar sinnum líklegri, en karlar sem glíma ekki við ófrjósemi, til að þróa brjóstakrabbamein með sér,“ sagði hann.
Hann sagði að ekki sé vitað hvað veldur þessu og því sé þörf á að rannsaka hlutverk frjósemishormóna í körlum og tengsl þeirra við brjóstakrabbamein. „Við vonumst til að það geti veitt innsýn í undirliggjandi ástæður brjóstakrabbameins hjá körlum og jafnvel konum,“ sagði hann.