fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Japanir „prófa“ að hleypa ferðamönnum inn í landið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 08:00

Frá Tókýó. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanska ferðamálastofnunin tilkynnti í gær að nú í maí verði byrjað að hleypa litlum hópum ferðamanna inn í landið. Það er hluti af því að „prófa“ hvernig er hægt að takast á við straum ferðamanna til landsins með tilliti til heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Ferðamannastofnunin sagði að tilraunin verði notuð til að leggja mat á heilbrigðis- og öryggismál og hvernig á að takast á við COVID-19 hjá ferðamönnum.

Til stóð að hefja þessa „prófun“ í lok síðasta árs en henni var frestað vegna hertra ráðstafana á landamærunum vegna Ómíkronafbrigðis veirunnar. Nú verður opnað fyrir komu þríbólusettra ferðamanna frá Ástralíu, Singapúr, Taílandi og Bandaríkjunum.

Ferðamálastofnunin mun koma að skipulagningu ferðanna í samvinnu við ferðaskrifstofur.

Vaxandi þrýstingur hefur verið bæði innanlands og utan á stjórnvöld um að opna landamærin.

Samkvæmt núgildandi reglum mega 10.000 manns koma til landsins á sólarhring en almennir ferðamenn mega ekki koma. Það eru japanskir ríkisborgarar, íbúar í landinu, vísindamenn, námsmenn og kaupsýslumenn sem mega koma. Sumir þurfa að fara í sóttkví við komuna en það fer eftir frá hvaða landi þeir koma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar