fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 22:00

Þyrla sveimar yfir slysstað í mars. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. mars síðastliðinn hrapaði Boeing 737-800 flugvél frá China Eastern Airlines í fjalllengi í Guangxi í Kína. Vélin var á leið frá Kunming til Guangzhou. 123 farþegar og 9 áhafnarmeðlimir voru um borð og létust allir. Samkvæmt frummati bandarískra embættismanna þá hefur ekkert komið fram sem bendir til að bilun hafi orðið í vélinni og telja þeir að flugmaðurinn eða flugstjórinn hafi viljandi látið vélina hrapa.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að seint í gærkvöldi hafi the Wall Street Journal skýrt frá því að gögn úr svarta kassa vélarinnar bendi til að einhver í flugstjórnarklefanum hafi viljandi látið vélina hrapa. Var þetta haft eftir heimildarmönnum sem þekkja til frummats bandarískra embættismanna.

Sky News segir að ekki sé ljóst hvort þessi kenning rannsakenda gangi út frá að annar flugmaðurinn hafi verið að verki, hvort þeir hafi tekist á eða að hvort farþegi hafi brotist inn í flugstjórnarklefann.

Talsmenn flugfélagsins sögðu the Wall Street Journal að ólíklegt væri að farþegi hefði ruðst inn í flugstjórnarklefann og bentu á að á fréttamannafundi í mars hafi talsmenn kínverskra yfirvalda sagt að engin neyðarboð hafi borist frá vélinni áður en hún hrapaði.

Flugmennirnir svöruðu ekki endurteknum köllum flugumferðarstjóra og nærstaddra flugvélar þegar vélin lækkaði flugið hratt.

Boeing 737-800 vélarnar eru forveri Boeing 737 MAX og hafa verið í notkun síðan 1997 og þykja mjög öruggar vélar.

Allt að tvö ár geta liðið þar til endanleg niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir að sögn kínverskra embættismanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io