fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Lítil samkeppni bankanna sögð bitna á korthöfum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 09:00

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að engin samkeppni sé á meðal íslenskra banka hvað varðar notkun kreditkorta erlendis. Hann segir að ef Íslendingar noti kreditkort erlendis greiði þeir alltaf hærra verð en gengisskráning dagsins segi til um því kortagengi bankanna sé nokkrum prósentustigum hærra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Breka að gengismunur í kortafærslum sé gífurlegur og kallar hann eftir aukinni samkeppni bankanna á þessu sviði. „Þetta er stór tekjuþáttur hjá bönkunum. Bankarnir mættu gera miklu betur í samkeppni hvað varðar gengi þeirra kreditkorta sem verið er að nota,“ sagði hann.

Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, sagði þennan gengismun vera alveg út úr kortinu og að bankarnir taki mjög háar þóknanir, oft mörg prósent. Ofan á þær bætist síðan færslugjöld. Hann tók undir orð Breka um fákeppni á bankamarkaði og sagði þetta endurspegla að lítið fari fyrir samkeppni.

Hvað varðar notkun greiðslukorta erlendis eru margir óvissir um hvort það sé hagstæðara að greiða fyrir vörur og þjónustu með íslenskum krónum eða gjaldmiðli þess lands sem þeir eru staddir í. Breki sagði að Neytendasamtökin hafi gert könnun á þessu fyrir nokkrum mánuðum og hafi þá komið í ljós að það sé alltaf hagstæðara að versla í mynt þess lands sem viðkomandi er staddur í. Þá sé gengið hagstæðara fyrir neytendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar