fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Depp gaf Heard loforð árið 2016 og virðist ætla að standa við það – Heard segir ástæðuna þó aðra

Fókus
Þriðjudaginn 17. maí 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Amber Heard sagði fyrir dómi í dag að fyrrverandi eiginmaður hennar, Johnny Depp, viti upp á sig sökina, en hún hefur sakað hann um að hafa beitt sig heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð.

Depp hefur höfðað mál gegn Heard vegna greinar sem hún ritaði í the Washington Post árið 2018 þar sem hún fjallaði um að vera þolandi heimilisofbeldis, en Depp, þó hann sé ekki nefndur á nafn, telur ljóst af samhenginu að þar sé hún að vísa til hans sem ofbeldismanns. Heard hefur stefnt Depp í gagnsök fyrir ófrægingarherferð gegn sér.

Fyrir dómi í dag sagði Amber Hear að Depp geti ekki horft í augu hennar í dómsal því hann viti upp á sig sökina.

„Hann veit að hann er sekur, hann veit að hann er lygari. Hvers vegna gæti hann annars ekki horft á mig. Ég lifði þennan mann af og ég er hér.“ 

Loforð frá árinu 2016

Ummæli Heard koma í beinu framhaldi af fréttum gærdagsins þar sem fjallað var um hvers vegna Depp horfir ekki í augu fyrrverandi konu sinnar í dómsal. Það megi rekja til þess að árið 2016 hafi hann svarið eið þess efnis að hún fengi aldrei aftur að sjá í honum augum.

Heard sagði í gær að hún hafi ítrekað reynt að horfa í augu hans í dómsal, en hann ávallt litið undan. Lögmaður DeppCamille Vasquez spurði Heard í gær: „Depp hefur ekki einu sinni horft í augun þín hér í dómsal, er það nokkuð?“

Því svaraði Heard með: „Ekki svo ég hafi tekið eftir nei“

Vasques spurði þá: „Þú hefur samt horft á hann mörgum sinnum er það ekki?“

Heard sagði að það væri rétt og þá spurði Vasques: „Hann lofaði því að þú myndir aldrei sjá í honum augun aftur, er það ekki rétt?“

Heard svaraði: „Ég man ekki til þess“

Síðan var spiluð upptaka af samtali milli Heard og Depp frá árinu 2016. Upptakan var tekin eftir að Heard sótti um skilnað og fékk nálgunarbann gegn Depp.

Á upptökunni heyrist að Heard reyndi að faðma Depp að sér, en hann komið i veg fyrir það. Hún sagði þá: „Gerðu það, ég vil bara faðma þig og segja bless.“

Depp svaraði þá: „Ég er ekkert fyrir þínum augum og mun ávallt vera ekkert fyrir þér. Þú munt ekki sjá í mér augun aftur.“

Heard svarar fyrir peninginn sem hún fékk við skilnaðinn

Heard var einnig látin svara fyrir fyrri ummæli hennar um að hún hefði gefið allt það fé sem hún fékk í skilnaðinum til góðgerðarmála. Í dómsmáli sem Depp höfðaði gegn The Sun, en tapaði árið 2020, sagði Heard eiðsvarin: „Varðandi það sem Johnny segir um ástæður mínar fyrir því að giftast honum – að ég hafi gert það til að græða eða til að ná lengra í ferli mínum – þá er það fáránlegt. Ég var fjárhagslega sjálfstæð allan tímann sem við vorum saman og allt það fé sem ég fékk í skilnaðinum var gefið til góðgerðarmála.“

Heard greindi einnig frá því í viðtali árið 2018 að hún hefði gefið 7 milljónir dollara til góðgerðarmála.

Hún gekkst þó við því fyrir dómi í dag að hún sé ekki búin að klára að efna þau loforð sem hún hafi gefið samtökunum ACLU og barnaspítala Los Angeles. Segir hún að það sé vegna málaferla Depp gegn sér.

„Ég ætla mér að standa við öll þau loforð. Ég myndi elska það ef hann hætti að lögsækja mig svo ég gæti gert það.“ 

Framkvæmdastjóri ACLU bar vitni fyrir nokkrum vikum og sagði að Heard hefði sjálf, eða aðrir fyrir hennar hönd, gefið samtökunum 1,3 milljónir dollara. Þó hafi engar greiðslur borist frá desember 2018.

Heard útskýrði þetta með því að alltaf hafi staðið til að greiða fjárhæðirnar í þrepum og hafi hún lagt sama skilning í orðin að gefa (e. donate) og lofa (e.pledge) sem útskýri fyrri ummæli hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“