Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK í 2-0 sigri gegn Panathinaikos í lokaumferð grísku úrvalsdeildarinnar í dag. Hann lék í rúma klukkustund.
Úrslitin þýða að PAOK lýkur tímabilinu í öðru sæti deildarinnar en það sæti gefur þátttökurétt í Sambandsdeildinni. Liðið endar 19 stigum á eftir toppliði Olympiacos.
Þar er einmitt á mála markvörðurinn Ögmundur Kristinsson. Hann er þó í aukahlutverki þar og lék ekki deildarleik á tímabilinu.
Meistaratitill Olympiacos í ár er númer 47 hjá félaginu.