David Beckham sem starfar sem sendiherra fyrir Katar var staddur í Doha þar sem hann hitti meðal annars leikmann PSG.
Beckham gerði umdeildan samning við Katar sem færir honum mikla fjármuni en í staðinn er hann sendiherra fyrir landið.
PSG er í eigu aðila frá Katar og kíkti félagið þangað í stutta ferð þar sem Beckham var mættur.
Beckham myndaði sig með öllum helstu stjörnum PSG en Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe voru þar á meðal.
Myndirnar má sjá hér að neðan.