fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Létt við dómsuppkvaðninguna yfir Gísla í Gamma – „Margan hátt upplifði ég eins og kæruferlið hjá lögreglu hafi gert ofbeldisupplifunina verri“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. maí 2022 14:37

Helga Kristín Auðunsdóttir ásamt lögmanni sínum, Arnari Þór Stefánssyni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir fjölmiðlar greindu frá í hádeginu var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir Gísli Haukssyni, sem iðulega er kenndur við Gamma. Gísli var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi en hann játaði sök við aðalmeðferð málsins.

Sjá einnig: Gísli í Gamma dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi

Sú sem kærði Gísla fyrir ofbeldið var Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor, en hún birti í kjölfarið færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún hún sagðist upplifa mikinn létti að málinu væri lokið og ekki síst að hafa fengið viðurkenningu á því ofbeldi sem hún var beitt.

„Það var í maí fyrir tveimur árum sem ráðist var á mig á heimili mínu og ég flúði berfætt með svefnpoka sem ég greip með mér. Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi upplifa svona mikla ógn og svona ofbeldi inni á heimili mínu og af hálfu manneskju sem ég treysti. En í dag veit ég að þolandi hefur enga stjórn á ákvörðun annarra um að beita ofbeldi,“ skrifaði Helga Kristín í færslunni.

Sömu nótt hringdi hún í Kvennaathvarfið og segist hafa beðið nánast um númeraðan lista yfir atriði sem hún yrði að gera til að tryggja að hún ætti ekki afturkvæmt inn á heimilið. „Ég fór að þeirra ráðum í einu og öllu sem gaf mér svo mikilvægar bjargir vikurnar á eftir. Þakklæti til þeirra verður alltaf til staðar.“

Gaslýsing á hæsta stigi þegar gerandi neitar ítrekað sök

Í Kvennaathvarfinu var henni ráðlagt að leita þegar í stað á bráðamóttöku en starfsmenn þess voru á því að áverkar hennar hafi verið á því stigi að þeir gætu reynst lífshættulegir. Þar hafi hún fengið staðfestingu á ofbeldinu en það reyndist henni erfitt að Gísli neitaði sök nánast allan tímann sem málið var í gangi.

„Það var mér ótrúlega mikilvægt að fá viðurkenningu á því sem gerðist og viðurkenningu á ég var beitt ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi skilur eftir merki og hefur áhrif á líðan í langan tíma. Það er því gaslýsing á hæsta stigi þegar gerandi ítrekað neitar sök. Í tvö heil ár. Að hann neitaði sök í allan þennan tíma gerði líðanina á þessum tíma margfalt verri,” skrifar Helga Kristín.

Ákvörðunin um að kæra hafi komið til hennar einn dag þegar henni fannst hún geta loks dregið andann ofan í lungu og brosað með augunum. „Haustið 2020 hringdi ég í gamlan kunningja, Arnar Þór Stefánsson, og bað hann um aðstoð við að kæra þetta ofbeldi til lögreglunnar. Kæruferlið er með því erfiðasta sem ég hef upplifað og á margan hátt upplifði ég eins og kæruferlið hjá lögreglu hafi gert ofbeldisupplifunina verri.”

Helga Kristín kveðst þakklát þeim konum sem börðust á undan henni fyrir því að skila skömminni.

„Það er þeim að þakka að ég finn ekki í dag fyrir skömm yfir því að það var ráðist á mig. En mig langar ekki að dvelja í því að þetta var lífreynsla sem ég bað ekki um og óska engum. Orkuna sem fór í að brotna ekki hefði ég svo gjarnan viljað nýta í eitthvað annað. Í dag lýkur þessu ferli. Í dag var gerandinn sakfelldur eftir að hafa loksins játað brotið. Dómstóll hefur viðurkennt ofbeldið sem átti sér stað bakvið luktar dyr í maí 2020. Einu og hálfu ári frá kæru. Tveimur árum frá árás. Léttirinn við að þessu er lokið er ólýsanlegur. Það er bjart framundan enda á ég góða að.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo