fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Gísli í Gamma dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. maí 2022 13:14

Gísli Hauksson einn stofnandi og fyrrum forstjóri Gamma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Hauksson, einn stofnenda sjóðstýringafélagsins GAMMA, hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína ofbeldi fyrir tveimur árum.  Þá var hann auk þess dæmdur til að greiða brota­þola 500 þúsund í miska­bætur ásamt vöxtum frá 14 maí til dagsins í dag. Gísli játaði brot sín fyrir Héraðsdómi í síðustu viku en saksóknari í málinu lagði til áðurnefnda refsingu sem Héraðsdómur féllst á. Fréttablaðið greinir frá.

Brot Gísla taldist varða við grein 218, lið b, í almennum hegningarlögum en refsing fyrir slíkt brot getur verið allt að sex ára fangelsi.

Gísli játaði að  hafi tekið konuna ítrekað kverkataki, skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi hennar svo hún átti erfitt með andardrátt.

Afleiðingarnar voru þær að konan tognaði á handlegg, hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg auk mikilla yfirborðs áverka á hálsi, öxl og upphandlegg.

Gísli stofnaði Gamma ásamt öðrum í júní 2008 en sagði skilið við fyrirtækið áratug síðar árið 2018. Hann starfaði sem forstjóri fyrirtækisins en seinustu árin einbeitti hann sér að því að stýra uppbyggingu félagsins erlendis í New York og London.

Þá gegndi hann um árabil trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokksins, sat meðal annars í miðstjórn og var um skeið formaður fjármálaráðs. Skömmu eftir að greint var frá kærunni um heimilisofbeldið lét hann af störfum fyrir flokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks