fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Myndir: Skítleg umgengni ferðamanna í Fagradal – „Mikil ábyrgð hjá þeim sem leigja út þessa bíla“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún var ófögur aðkoman sem blasti við Jónasi Erlendssyni, bónda í Fagradal, skammt frá Vík í Mýrdal, en ferðamenn á svokölluðum „Camper“ bíl höfðu gist í óleyfi á jörð hans. Við sjónum blasti salernispappír og mannasaur.

Jónas segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist.

„Fyrir nokkrum árum voru tveir svona camperar á veginum þeim. Þar sem þeir gistu var ég með áburðarstæðu og þegar þeir voru farnir sá ég að þar var fjúkandi klósettpappír. Þá keypti ég mér skilti og festi á hliðið, þar sem á stóð að bannað væri að gista eða tjalda á minni landareign án míns leyfis. En það hefur ekki verið farið eftir því í þessu tilviki,“ segir Jónas. Hann telur að það vandamál að ferðamenn hafi hægðir í náttúrnni og skilji þar eftir klósettpappír og saur sé vandamál út um allt land.

„Mér finnst liggja mikil ábyrgð hjá þeim sem leigja út þessa bíla,“ segir Jónas sem vill að þeir sem leigja út Camper-bíla brýni fyrir leigutökum að ganga vel um landið, tjalda ekki án leyfis og ganga um á siðmenntaðan hátt.

„Menn geta bara komið hingað heim og beðið um að fá að gista. Þetta er bara einföld kurteisi og ég hef aldrei tekið krónu fyrir eitt né neitt í samband við það.“

Í um 5 kílómetra fjarlægð frá Fagradal eru stór og góð tjaldsstæði í Vík í Mýrdal og þar er meðal annars salernisaðstaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“