Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur staðfest að félagið hafi áhuga á Kylian Mbappe en segir að framherjinn knái komi ekki til félagsins í sumar.
Samningur Mbappe við PSG er að renna út og er búist við því að hann gangi frítt í raðir Real Madrid.
„Að sjálfsögðu höfum við áhuga á Kylian Mbappe, við erum ekki blindir,“ segir Klopp um málið.
Mbappe hefur verið orðaður við Liverpool en þrátt fyrir mikinn áhuga Klopp þá gengur dæmið ekki upp.
„Við erum hrifnir af honum, þú verður að efast um sjálfan þig ef hann heillar þig ekki. Við munum ekki fá hann, við getum ekki barist við svona,“ sagði Klopp og á þar við launapakka framherjans.
„Það er önnur félög sem eru með í þessari baráttu, hann er frábær leikmaður.“