fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Draumaferðin í uppnámi – ,,Líður eins og versta pabba í heimi“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Chapman, stuðningsmaður skoska knattspyrnufélagsins Rangers, hafði hugsað sér að fara í draumaferðina með yngri bróður sínum og fjögurra ára gömlum syni sínum á úrslitaleik Frankfurt og Rangers í Evrópudeildinni sem fer fram í Seville á Spáni á morgun. Hann var búinn að verða sér úti um miða á völlinn en vandamál í tengslum við vegabréf hans hafa komið upp og nú segist hann upplifa sig sem versta pabba í heimi.

Leikurinn fer fram á morgun en Robert hefur nú áttað sig á því að vegabréf hans er útrunnið og því er hann í kapphlaupi við tímann um að ná leiknum. Hann hafði fengið tölvupóst á föstudaginn þar sem honum var tjáð að hann hefði fengið úthlutað miða á úrslitaleikinn. Robert fór með þessar gleðifréttir til sonar síns og einnig til yngri bróður síns sem eru harðir stuðningsmenn Rangers en stuttu seinna var hann dreginn aftur niður á jörðina.

Robert hafði ekkert þurft á vegabréfi sínu að halda í gegnum Covid-19 heimsfaraldurinn og því hafði hann lítið spáð í því hvenær það myndi renna út. Það er runnið út en Robert er nú að berjast við að fá forgangstíma á síðustu stundu hjá vegabréfaskrifstofu hvar sem er í Bretlandi í því skyni að geta ferðast til Spánar.

,,Ég er að fara byrja í nýrri vinnu undir lok mánaðarins þannig að þetta er í fyrsta skipti í rúm 12 ár sem ég er með þrjár lausar vikur, ég hef allan tímann í heiminum. Ég er kominn með miða á það sem gæti verið stærsti leikur ævi minnar en með útrunnið vegabréf og líður eins og heimskustu manneskju í heimi,“ segir Robert í frétt sem birtist á Mirror.

,,Fyrir mér og fjölskyldu minni er knattspyrna lífið sjálft. Yngri bróðir minn er 15 ára og ég hef tekið hann með mér á heimavöll Rangers síðan að hann ar tveggja ára…Mér líður eins og versta pabba í heimi vegna þess að vegabréfið mitt er útrunnið.“

Hann segist ætla reyna með öllum mögulegum leiðum að koma yngri bróður sínum til Seville. ,,Þó svo að ég og sonur minn komumst mögulega ekki, ef ég gæti fundið leið til þess að koma bróður mínum á leikinn, þá myndi það skipta mig öllu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Í gær

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt

Arsenal vill manninn sem yfirgaf United óvænt
433Sport
Í gær

Tvær af betri leikmönnum Vals síðustu ár framlengja

Tvær af betri leikmönnum Vals síðustu ár framlengja
433Sport
Í gær

Eiður Smári blandar sér í heita umræðu á Englandi – „Það má líka gefa þeim mikið hrós“

Eiður Smári blandar sér í heita umræðu á Englandi – „Það má líka gefa þeim mikið hrós“