fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Íslandsmeistararnir nú þegar tapað fleiri leikjum en í fyrra

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 08:30

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík tapaði í gær 3-0 fyrir Breiðablik í Bestu deildinni og þar með heldur brösótt gengi Íslandsmeistaranna áfram í upphafi móts. Víkingar hafa leikið sjö leiki í Bestu deildinni og hafa nú þegar tapað fleiri leikjum heldur en allt síðasta tímabil í efstu deild.

Íslandsmeistararnir byrjuðu mótið vel með 2-1 sigri á FH en í kjölfarið kom 3-0 skellur á útivelli á móti ÍA áður en liðinu tókst að snúa við blaðinu með 4-1 sigri gegn Keflavík.

Fyrsta tap Víkinga á heimavelli á tímabilinu kom gegn Stjörnunni í algjörum markaleik sem lauk með 5-4 sigri Stjörnunnar, í kjölfarið kom markalaust jafntefli gegn Leiknismönnum áður en að liðið vann 4-1 sigur á nýliðum Fram.

Blikar mættu síðan á Víkingsvöllinn í gær, skoruðu þrjú mörk og fóru með þrjú stig aftur í Kópavoginn.

Víkingar áttu mögnuðu gengi að fagna í fyrra þar sem að liðið tapaði aðeins tveimur leikjum í efstu deildinni. Þau töp komu gegn Leikni í 10. umferð og Blikum í 15. umferð.

Ríkjandi Íslandsmeistararnir sitja nú í 6. sæti með tíu stig eftir 7 leiki og eru nú þegar komnir 8 stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem á einnig leik til góða á Víkinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Í gær

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Í gær

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker