Nú er vinkona hennar, hin 64 ára Angela Kelly, flutt inn í Windsor kastala og hefur fengið svítu nærri íbúð drottningarinnar. The Sun segir að Kelly muni aðstoða drottninguna en hún starfaði hjá henni í 30 ár og tókst svo góður vinskapur með þeim að þær urðu vinkonur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kelly flytur inn til drottningarinnar því hún var í teymi, sem kallaðist HMS Bubble team, sem flutti inn í Windsor þegar kórónuveirufaraldurinn skall á og var í einangrun með drottningunni.
Kelly hefur skrifað þrjár bækur um líf sitt og starf fyrir drottninguna og það með blessun drottningarinnar. Hún skýrði meðal annars frá því að hún hefði séð um að ganga skó drottningarinnar til fyrir hana.