fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Segir Pútín vera hættulegri en Hitler – „Af-Pútínvæðing er nauðsyn“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 08:00

Er Pútín hættulegri en Hitler? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmyndafræði Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, er banvæn fyrir Evrópu. Þetta segir Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, í grein sem hann skrifaði í The Telegraph.

„Pútín er hvorki Hitler eða Stalín. Því miður er hann hættulegri. Hann hefur ekki aðeins banvænni vopn til umráða, hann hefur einnig nýja miðla til umráða til að dreifa áróðri sínum,“ segir hann einnig.

Á Sigurdeginum, sem Rússar héldu upp á í síðustu viku, sýndu þeir hluta af vopnabúri sínu á hersýningu á Rauða torginu í Moskvu. Ekki löngu áður hafði Pútín sýnt „stóra vopnið sitt“ þegar Sarmat-flugskeytið var prófað en það segja Rússar vera ósigrandi og geti eytt heilu stórborgunum á augabragði. Einnig hefur því verið velt upp að Pútín kunni að grípa til notkunar kjarnorkuvopna og/eða efnavopna vegna erfiðleika Rússar í hernaðinum í Úkraínu.

Þessu mega vestrænir ráðamenn ekki gleyma í glímunni við Pútín segir Morawiecki. Hann segir að markmið Vesturlanda eigi ekki að vera að styðja Úkraínu í stríðinu gegn Rússland. Það eigi að vera að „útrýma þessari nýju hryllilegu hugmyndafræði við rót þess“. Það krefjist umfangsmikilla aðgerða, svipað og gerðist í eftirleik síðari heimsstyrjaldarinnar.

„Eins og Þýskaland var eitt sinn afnasistavætt, þá er eina vonin fyrir Rússland og hin siðmenntaða heim af-Pútínvæðing,“ segir hann að lokum í grein sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks