fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Rússar hafa beðið mikið tjón – Geta hugsanlega ekki sótt fram eftir nokkrar vikur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 07:00

Úkraínskur hermaður við lík rússneskra hermanna í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa hugsanlega misst allt að þriðjungi af þeim hersveitum sem þeir hafa sent til Úkraínu síðan þeir réðust inn í landið þann 24. febrúar. Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins sem birtir daglegt stöðuyfirlit yfir gang stríðsins.

Það er því óhætt að segja að stríðsrekstur Rússa gangi alls ekki eins og þeir stefndu að . Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að það sé „ansi dramatískt“ að hafa misst svo stóran hluta herliðsins eins og Rússar hafa gert.

Hann sagði að ef rétt reynist þá segi það mikið um getu úkraínsku varnarsveitanna og að með tímanum muni þetta þýða að Rússar geti ekki náð markmiðum sínum.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að þetta mikla mannfall Rússa þýði að þeir muni eiga erfitt með að sækja fram næstu 30 daga. Mads Korsager, varnarmálasérfræðingur Danska ríkisútvarpsins, sagðist vera sammála þessu og sagði að raunar geti Rússar alveg misst getuna til að sækja fram. „Það er rætt um að innan ekki svo langs tíma, jafnvel nokkurra vikna, geti Rússar misst getuna til að halda núverandi sóknaraðgerðum sínum áfram því þá skortir tækjabúnað og hermenn. Þeir munu einfaldlega ekki geta gert stórar árásir ef hlutirnir breytast ekki mikið,“ sagði Korsager.

Kharkiv, sem er næst stærsta borg Úkraínu, er nú runnin úr greipum Rússa, að minnsta kosti að sinni. Með gagnsókn hefur úkraínska hernum tekist að hrekja rússneskar hersveitir, sem hafa haldið uppi hörðum árásum á borgina vikum saman, á brott og segjast hafa hrakið þær yfir til Rússlands. Nú eru rússnesku hersveitirnar það langt frá borginni að stórskotalið þeirra getur ekki haldið uppi skothríð á hana en Rússar létu stórskotaliðsskothríð dynja á borginni um langa hríð auk þess sem þeir skutu flugskeytum á hana. Mikið mannfall hefur orðið í borginni meðal almennra borgara og mikil eyðilegging. Nú er þó rólegra þar yfir eftir að rússnesku hersveitirnar voru hraktar á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans