En upptökurnar, sem Úkraínumenn hafa nú birt, virðast staðfesta frásögn Úkraínumanna um að þeir hafi sökkt skipinu með tveimur flugskeytum. Á upptökunum heyrist rússneskur sjóliðsforingi hrópa að „tvö göt“ séu komin á skipið og það sé að sökkva.
Upptökurnar eru frá stjórnstöð úkraínska hersins í suðurhluta Úkraínu en hún fer með stjórn á strandsvæðum við Svartahaf. Úkraínski netmiðillinn Ukrainska Pravda, sem vitnar í upptökuna, segir að þær staðfesti frásögn úkraínska hersins um að hann hafi sökkt skipinu með tveimur flugskeytum.
Final communication from the Moskva cruiser: “Two holes, lying on its side” https://t.co/tjq9ZX30oM
— Ukrainska Pravda in English (@pravda_eng) May 15, 2022
Það virðist vera það sem sjóliðsforinginn er að tilkynna um í talstöðina áður en skipið sökk: „Moskva eitt: Tvö göt! Skrúfurnar eru stopp! Sökkvum! Slagsíða!“ tilkynnti sjóliðsforinginn til dráttarbáta sem reyndu að koma til aðstoðar.
Sjóliðsforinginn hrópar að skipið sé með tvö göt undir sjólínu og halli um 30 gráður. Hann segir að tjónið sé svo mikið að ekki sé hægt að sigla Moskvu til dráttarbáta sem voru á leið til aðstoðar. „Við gerum okkar besta til að bjarga áhöfninni,“ segir hann síðan.
Það var mikill sigur, áróðurslega séð, fyrir Úkraínu að hafa sökkt Moskvu sem var flaggskip rússneska flotans í Svartahafi. Úkraínski herinn segist hafa hæft skipið með tveimur Neptunflugskeytum sem var skotið frá landi. Úkraínskur dróni, sem var flogið að skipinu úr annarri átt, truflaði varnarkerfi þess þannig að flugskeytin náðu alla leið og hæfðu skipið.