fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Rússar hafa skotið báða fæturna af sér“ – „Ef þeir sjá það ekki eru þeir heimskari en leyfilegt er“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 05:50

Rússneskur skriðdreki í Maríupól. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rússarnir vita vel að þeir eru ekki bara búnir að skjóta sig í annan fótinn, heldur eru þeir búnir að skjóta báða fætur af sér. Ef þeir sjá það ekki sjálfir, eru þeir heimskari en leyfilegt er.“

Þetta sagði Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann í samtali við B.T. í tengslum við umsókn Finna og Svía um aðild að NATÓ. Hann sagði að umsóknir ríkjanna hljóti að leiða til naflaskoðunar í Rússlandi. Með innrásinni í Úkraínu hröktu Rússar Finnland og Svíþjóð í faðm NATÓ.

Hann sagði að innrásin í Úkraínu hafi þjappað NATÓ-ríkjunum þéttar saman og hlutlaus ríki eins og Finnland og Svíþjóð sjái sig tilneydd til að ákveða hvorum megin þau vilja standa, sem sagt með NATÓ.

„Rússneskir diplómatar sjá þróunina og ég er ekki í vafa um að einhver hjá rússnesku utanríkisþjónustunni hafi reynt að vekja athygli á að stríðið gegn Úkraínu sé ekki besta hugmynd í heimi en það eru ekki þeir sem ráða,“ sagði hann.

Hann sagði að aðild Finna og Svía að NATÓ breyti ekki miklu fyrir bandalagið né þjóðirnar tvær. Þær hafi í raun verið meðlimir í NATÓ í mörg ár. Þau hafi aðlagað heri sína að NATÓ og starfi mjög náið með NATÓ. Ef ríkin verði aðilar að NATÓ geti þau tekið þátt í fundum bandalagsins um skipulagningu varna og það auðveldi hlutina auðvitað en þetta verði engin bylting.

Hvað varðar viðbrögð Rússa við umsóknum Finna og Svía sagðist hann eiga von á að þeir muni rjúfa lofthelgi ríkjanna í framtíðinni og hugsanlega „dúkkar kafbátur upp einhvers staðar þar sem hann á ekki að vera“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“