fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Glæsileg penthouse íbúð Stellu Birgis innanhússhönnuðar komin á sölu

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 16. maí 2022 23:29

Stella hannaði og innréttaði íbúðina eftir draumastíl þeirra hjóna og er útkoman glæsileg. Stílhrein og tímalaus hönnun./FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður sem ávallt er kölluð Stella, og maðurinn hennar Jakob Helgi Bjarnason hafa sett glæsilegu og stílhreinu penthouse íbúð sína á Mýrargötunni á sölu eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins í kvöld. Íbúðin stendur á besta stað í hjarta miðbæjarins þar sem menningar- og mannlífið iðar að lífi. Íbúðin er 257,5 fermetra með 6 herbergjum og er á tveimur hæðum í nýlegu og vönduðu húsi við Mýrargötu 31 í Reykjavík. Þaksvalir með heitum potti út af efri hæð og svalir til suðurs út af neðri hæð.

Stella hannaði og innréttaði íbúðina eftir draumastíl þeirra hjóna og er útkoman glæsileg. „Hönnun íbúðarinnar er stílhrein og tímalaus. Hönnun í mínum huga er að samræma bæði ytra og innra útlit hússins, þar sem öll smáatriði skipta ekki síður máli en heildarmyndin sjálf,“segir Stella sem naut þess að gera íbúðina að þeirra. Stella var í þættinum Matur og Heimili í vetur þar sem áhorfendur fengu innsýn í hönnun hennar og heimilisstíl. Hér má sjá þáttinn Matur & Heimili.

Einnig má sjá myndir af íbúðinni hér sem er einstaklega fallega hönnuð, tímalaus þar sem einfaldleikinn fær að njóta sín til fulls.

Hér má sjá nánari lýsingu á fasteignavef Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“