fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Besta deild karla: Blikar burstuðu Íslandsmeistarana í Víkinni

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 16. maí 2022 21:21

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann 3-0 sigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í stórleik kvöldsins í Bestu deild karla í fótbolta.

Hart var barist í fyrri hálfleik en hvorugu liði tókst að skora og staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði svo sjöunda mark sitt á leiktíðinni er hann kom Blikum yfir á 56. mínútu.

Mörk frá Jasoni Daða og Kristni Steindórssyni á fjögurra mínútna kafla gerðu út um leikinn fyrir Blika sem spiluðu Víkinga sundur og saman. Kristall Máni Ingason fékk að líta rauða spjaldið fyrir olnbogaskot undir lok leiks er Blikar hirtu öll stigin.

Breiðablik er átta stigum á undan Víkingi á toppi deildarinnar og eiga þar að auki leik til góða á Íslandsmeistarana en Víkingar eru með 10 stig eftir sjö leiki.

Víkingur 0 – 3 Breiðablik
0-1 Ísak Snær Þorvaldsson (’56)
0-2 Jason Daði Svanþórsson (’73)
0-3 Kristinn Steindórsson (’77)

KR vann 1-0 sigur á Keflavík í Vesturbæ. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði sigurmark KR-inga með skalla á 67. mínútu. KR er í fimmta sæti með 10 stig en Keflvíkingar eru í vandræðum með fjögur stig eftir sjö leiki.

KR 1 – 0 Keflavík
1-0 Þorsteinn Mar Ragnarsson (’67)

Þá vann Fram fyrsta leik sinn á tímabilinu gegn Leikni á Domusnovavellinum í Breiðholti. Gestirnir leiddu 1-0 í hálfleik eftir mark Fred Saraiva á 11. mínútu. Emil Berger jafnaði metin fyrir Leikni á 64. mínútu en Guðmundur Magnússon skoraði sigurmark Framara átta mínútum síðar. Lokatölur 2-1.

Fram fer upp í 8. sæti með sigrinum en Leiknir situr á botninum með tvö stig og þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigri liðsins á leiktíðinni.

Leiknir R. 1  – 2 Fram
0-1 Fred Saraiva (’11)
1-1 Emil Berger (’64)
1-2 Guðmundur Magnússon (’72)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“