Huddersfield Town er komið í úrslit um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir sigur gegn Luton í undanúrslitunum í ensku b-deildinni í kvöld.
Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Luton en Jordan Rhodes skoraði eina mark leiksins og sigurmark heimamanna í Huddersfield í kvöld.
Huddersfield lék síðast í efstu deild á Englandi tímabilið 2018-19. Liðið mætir annað hvort Sheffield United eða Nottingham Forest í úrslitaleiknum sunnudaginn 29. maí.