fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Enski boltinn: Meistaradeildardraumar Arsenal í hættu eftir tap gegn Newcastle

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 16. maí 2022 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle tók á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á St. James’ Park.

Stuðningsmenn Newcastle létu vel í sér heyra er heimamenn hófu leikinn af miklum krafti og gestirnir eilítið heppnir að vera ekki undir í hálfleik.

Callum Wilson kom aftur í byrjunarlið heimamanna í kvöld og setti pressu á Ben White sem stýrði boltanum í eigið net á 55. mínútu.

Newcastle hélt áfram að pressa og uppskar annað mark fimm mínútum fyrir leikslok þegar Bruno Guimarães skoraði eftir að Aaron Ramsdale hafði varið skot Wilson og lokatölur 2-0 sigur Newcastle.

Fjórða sætið er nú í höndum Tottenham en Arsenal er með 66 stig, tveimur stigum á eftir Spurs þegar ein umferð er eftir. Arsenal tekur á móti Everton í lokaleik sínum á meðan Tottenham sækir botnlið Norwich heim.

Newcastle getur enn endað í efri hluta deildarinnar en liðið situr í 12. sæti með 46 stig og sækir Burnley heim í lokaumferðinni.

Newcastle 2 – 0 Arsenal
1-0 Ben White (’55, sjálfsmark)
2-0 Bruno Guimarães (’85)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli