Hector Bellerin lék líklega sinn síðasta heimaleik fyrir Real Betis í bili um helgina og sú stund reyndist honum mjög erfið.
Bellerin er að klára dvöl sína hjá Betis en hann kom til félagsins á láni frá Arsenal síðasta haust.
Bellerin ólst upp sem stuðningsmaður Betis og faðir hans átti þann draum um að sjá hann spila fyrir félagið. Betis varð spænskur bikarmeistari á dögunum og á möguleika á fjórða sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir.
Eftir 2-0 sigur á Granada um helgina gekk Bellerin um völlinn og brast í grát þegar faðir hans mætti til að faðma hann.
💚💚💚
This is the story of a player whose father dreamt of seeing him play for #RealBetis. He came, won a #CopaDelRey and fell in love forever with this Club.
Pure Betis. pic.twitter.com/sISu8ylDMj
— Real Betis Balompié (@RealBetis_en) May 15, 2022
„Öll fjölskyldan mín styður Betis, ég og pabbi erum harðir stuðningsmenn félagsins,“ sagði Bellerin fyrr í vetur.
Leikmenn Betis vilja að stuðningsmenn leggji til fjármuni og vilja setja að stað söfnun til að kaupa Bellerin frá Arsenal.