Laufey Rún Ketilsdóttir, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Bergþór Ólason, formaður þingflokks Miðflokksins, eignuðust stúlku fyrir viku síðan.
Laufey greindi frá gleðifregnunum á samfélagsmiðlum, Mbl greinir frá.
Parið hefur verið saman í rúmt ár en fyrir það höfðu þau þekkst lengi.Bergþór var aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra árin 2003-2006 svo Laufey og Bergþór eiga margt sameiginlegt þó flokksskírtieinið skilji þau að, en Laufey var aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Bæði voru þau virk í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á sínum yngri árum. Berþór var í stjórn sambandsins á árunum 1999-2005 og Laufey sat stjórn sambandsins frá 2010 og var formaður þess á árunum 2015-2017.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju með dótturina.