Karlmaður hugsaði sig ekki tvisvar um þegar hann klifraði út um glugga á áttundu hæð til að bjarga lífi barns. Það náðist myndband af ótrúlegri hetjudáð hans og fékk hann viðurkenningu frá yfirvöldum.
Atvikið átti sér stað í höfuðborg Kasakstan, Nur-Sultan, síðastliðinn miðvikudag. Samkvæmt News.au hringdu nágrannar í neyðarlínuna en fengu þau svör að hjálp myndi ekki berast nógu snemma til að bjarga lífi stúlkunnar, sem er aðeins þriggja ára gömul.
Shontakbaev Sabit, nágranni stúlkunnar, tók málin í eigin hendur og klifraði út um gluggann.
Yfirvöld í borginni gáfu út yfirlýsingu vegna málsins. „Þann 11. maí fengum við tilkynningu um að barn væri hangandi út um glugga á áttundu hæð. Björgunaraðilar lögðu strax af stað á vettvang, samtals átta starfsmenn og tvær bifreiðar […] Enginn var með stúlkunni, sem er fædd 2019. Sem betur var var hetjan okkar, Shontakbaev Sabit, fæddur 1985, á staðnum og hikaði ekki þegar hann hætti eigin lífi til að bókstaflega grípa stúlkuna og bjarga lífi hennar á örfáum sekúndum.“
Myndband af björguninni hefur vakið mikla athygli, horfðu á það hér að neðan.