Andreas Christensen varnarmaður Chelsea ákvað á degi bikarúrslitaleiksins að gefa ekki kost á sér þrátt fyrir að vera ekki meiddur.
Danski varnarmaðurinn hefur gengið frá samningi við Chelsea og heldur til Spánar í sumar þegar samningur hans er á enda.
Liðsfélagar Christensen voru mjög hissa á því að hann hefði dregið sig út úr hópnum þar sem Chelsea mætti Liverpool í úrslitum bikarsins.
Christensen fór til fundar hjá Thomas Tuchel stjóra liðsins að morgni leikdags og sagðist ekki treysta sér til að vera með.
Christensen og Antonio Rudiger halda til Spánar í sumar en Rudiger hefur samið við Real Madrid.