Ók ökumaðurinn á bifreið, sem var á miðri akbrautinni. Síðan barst eftirförin í Hafnarfjörð og þaðan í Kópavog en þar misstu lögreglumenn sjónar á bifreiðinni. Ökumaður ók mjög hratt allan tímann og fór hraðinn yfir 200 km/klst. Hann ók einnig gegn rauðu ljósi og gerðist sekur um fleiri umferðarlagabrot. Vitað er hver ökumaðurinn er og að hann var í mjög annarlegu ástandi. Hann er réttindalaus.