Argentíski framherjinn Paolo Dybala mun yfirgefa Juventus þegar samningur hans rennur út í sumar. Hann hefur sjálfur staðfest þetta.
Dybala, sem er 28 ára gamall, hefur skorað 15 mörk í 37 leikjum fyrir Juventus á tímabilinu. Hann hefur unnið 12 titla með Juventus, þar á meðal fimm deildarmeistaratitla.
„Á morgun spila ég síðasta leik minn í þessari treyju, það er erfitt að ímynda sér, en þetta verður síðasta kveðjustundin,“ sagði Dybala á Twitter-síðu sinni. „Það er erfitt að finna réttu orðin til að kveðja, það eru svo mörg ár og svo margar tilfinningar að baki.“
„Ég hélt við yrðum saman í fleiri ár, en örlögin stía okkur í sundur. Ég mun aldrei gleyma því sem þið leyfðuð mér að upplifa í hverjum leik, í hverju marki. Ég ólst upp með ykkur, lærði, lifði og dreymdi.“
Dybala var orðaður við Manchester United og Totttenham í sumarglugganum 2019 en Juventus ákvað þá að halda Argentínumanninum.