fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Enski boltinn: Níu menn Everton töpuðu á heimavelli

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 15. maí 2022 17:29

(Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton mætti Brentford á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Everton hefði getað tryggt sér sæti í efstu deild með sigri í dag eftir að Burnley og Leeds töpuðu stigum.

Útlitið var gott fyrir Everton þegar Richarlison kom heimamönnum yfir snemma leiks. Hinn 19 ára gamli Jarrad Branthwaite nældi sér í rautt spjald átta mínútum síðar og Everton manni færri.

Yoane Wissa jafnaði fyrir Brentford á 37. mínútu en Richarlison kom 10 mönnum Everton aftur yfir úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Brentford sneri leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Yoane Wisa jafnaði fyrir Brentford með frábærum skalla eftir rúman klukkutíma leik og Rico Henry skoraði sigurmark gestanna tveimur mínútum síðar, loktatölur 3-2.

Salomon Rondon fékk beint rautt tveimur mínútum fyrir leikslok með ótrúlegri tæklingu og Everton enduðu leikinn tveimur mönnum færri.

Everton er með 36 stig, tveimur stigum fyrir ofan Burnley þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir á tímabilinu.

Everton 2 – 3 Brentford
1-0 Richarlison (‘10)
1-1 Yoane Wissa (’37)
2-1 Richarlison (’45+2, víti)
2-2 Yoane Wissa (’62)
2-3 Rico Henry (’64)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur