Everton mætti Brentford á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Everton hefði getað tryggt sér sæti í efstu deild með sigri í dag eftir að Burnley og Leeds töpuðu stigum.
Útlitið var gott fyrir Everton þegar Richarlison kom heimamönnum yfir snemma leiks. Hinn 19 ára gamli Jarrad Branthwaite nældi sér í rautt spjald átta mínútum síðar og Everton manni færri.
Yoane Wissa jafnaði fyrir Brentford á 37. mínútu en Richarlison kom 10 mönnum Everton aftur yfir úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Brentford sneri leiknum sér í vil í síðari hálfleik. Yoane Wisa jafnaði fyrir Brentford með frábærum skalla eftir rúman klukkutíma leik og Rico Henry skoraði sigurmark gestanna tveimur mínútum síðar, loktatölur 3-2.
Salomon Rondon fékk beint rautt tveimur mínútum fyrir leikslok með ótrúlegri tæklingu og Everton enduðu leikinn tveimur mönnum færri.
Everton er með 36 stig, tveimur stigum fyrir ofan Burnley þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir á tímabilinu.
Everton 2 – 3 Brentford
1-0 Richarlison (‘10)
1-1 Yoane Wissa (’37)
2-1 Richarlison (’45+2, víti)
2-2 Yoane Wissa (’62)
2-3 Rico Henry (’64)