FH tók á móti ÍBV í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Hvorugt lið hefur farið vel af stað í Bestu deildinni í ár en FH kom inn í leikinn með fjögur stig og ÍBV tvö.
Fyrirliðinn Matthías Vilhjálmsson kom FH-ingum á bragðið eftir tæpan hálfíma leik og staðan 1-0 í leikhléi.
Kristinn Freyr Sigurðsson þræddi boltann í gegnum vörn Eyjamanna á 63. mínútu og Davíð Snær Jóhannsson afgreiddi boltann í netið, 2-0.
Þetta reyndust lokatölur leiksins og annar sigur FH á tímabilinu staðreynd. Liðið er með sjö stig eftir sex leiki. ÍBV hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu og situr í 10. sæti með tvö stig.
FH 2 – 0 ÍBV
1-0 Matthías Vilhjálmsson (’29)
1-1 Davíð Snær Jóhannsson (’63)