Leikarinn Eysteinn Sigurðsson hefur alltaf verið mikill aðdáandi NBA-liðsins Milwaukee Bucks. Hann var því hæstánægður þegar hann komst að því í apríl að liðið væri mikið fyrir Netflix-þættina sem hann leikur í, The Last Kingdom.
Rúmri viku eftir því að Eysteinn komst að því að Bucks væru aðdáendur þáttanna ákvað hann að senda liðinu kveðju. Í kveðjunni sagði hann liðinu að hann sé mikill aðdáandi þeirra og svo hvatti hann þá til dáða sem karakterinn sem hann leikur í The Last Kingdom.
Eysteinn birti það myndband á Instagram-síðu sinni en í því má bæði sjá kveðjuna og viðbrögð liðsmanns Bucks, Jrue Holiday, við kveðjunni.
View this post on Instagram
Fyrir tveimur dögum síðan birti Instagram-síða Bucks svo myndband þar sem sjá má að Eysteinn og liðsmenn Bucks hittust og spjölluðu saman fyrir leik. Í myndbandinu má sjá Eystein og leikmennina í góðu yfirlæti. Þá áritaði Holiday treyjuna sem Eysteinn klæddist en hún var einmitt merkt með nafni Holiday.
Myndbandið má sjá í færslunni hér fyrir neðan:
View this post on Instagram