Þrír Íslendingar léku í Bandaríkjunum í fótbolta í gær. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Óttar Magnús Karlsson voru bæði á skotskónum.
Gunnhildur Yrsa var í byrjunarliði Orlando er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Kansas City. Gunnhildur Yrsa kom heimakonum í Orlando yfir á 51. mínútu en Elyse Bennett jafnaði metin á 78. mínútu.
Kristin Hamilton kom Kansas yfir á fyrstu mínútu uppbótartíma en Tony Pressley bjargaði stigi fyrir Orlando úr vítaspyrnu á sjöttu mínútu uppbótartíma.
😈 ORLANDO IN FRONT! 😈
Jenkins ➡️ Leroux ➡️ Gunny#ORLvKC | #CueTheChaos pic.twitter.com/OYB933JVcK
— National Women’s Soccer League (@NWSL) May 14, 2022
Þorleifur Úlfarsson byrjaði leikinn á vinstri kantinum fyrir Houston Dynamo er liðið vann 2-0 sigur á Nashville í MLS-deildinni. Adalberto Carrasquilla og Darwin Quintero gerðu mörk Houston Dynamo í leiknum. Þorleifur fór af velli í fyrri hálfleik.
Þá heldur Óttar Magnús Karlsson áfram að skora fyrir Oakland Roots í næstefstu deildinni í Bandaríkjunum. Hann kom sínum mönnum yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik gegn Las Vegas Lights en Alex Lara jafnaði fyrir Vegas á 24. mínútu og þar við sat, 1-1 jafntefli niðurstaða.
It was so magical, you couldn’t even see it. Big O puts us up early in the match!
0-1 | #LVvOAK pic.twitter.com/t0n9e5roiH
— Oakland Roots (@oaklandrootssc) May 15, 2022