Samkynhneigður leikmaður í ensku b-deildinni ætlar að koma út úr skápnum í sjónvarpsviðtali í næstu viku. Leikmaðurinn er að sögn „mjög afslappaður“ og nýtur fulls stuðnings samherja sinna og félagsins.
Leikmaðurinn er á unglingsaldri og er sagður vilja taka á fordómum gegn samkynhneigð í fótbolta. Aðeins einn atvinnumaður í fótbolta er kominn út úr skápnum í dag en það er Joshua Cavallo sem spilar með Adelaide United í Ástralíu.
Samvkæmt heimildarmanni Sun hefur leikmaðurinn þegar sagt félaginu og knattspyrnustjóra sínum frá ákvörðun sinni og fjölskylda leikmannsins veit að hann er samkynhneigður.
„Félagið gerði honum ljóst að þetta er hans ákvörðun og að það myndi styðja við bakið á honum. Hann sagði liðsfélögum sínum frá þessu á föstudag og þeir styðja hann líka,“ sagði heimildarmaður Sun.
„Tímarnir hafa breyst og liðsfélagar hans líta ekki á þetta sem neitt stórmál. Þeir hafa meiri áhuga á spilamennsku hans. Hann er mikils metinn hjá félaginu.“