Hið nýja framboð Vinir Kópavogs fá tvo bæjarfulltrúa í Kópavogi samkvæmt fyrstu tölum frá sveitarfélaginu eða 17,5% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 32,4% atkvæða samkvæmt fyrstu tölum sem þýðir fjóra bæjarfulltrúa samanborið við 36,1% fylgi árið 2018 en þá fékk flokkurinn fimm bæjarfulltrúa. Meirihlutinn heldur þó velli því Framsóknarflokkurinn bætir við sig bæjarfulltrúa. Alls hlaut Framsókn 14,2% atkvæða.
Þá tapar Viðreisn einum bæjarfulltrúa til Vina Kópavogs en Píratar og Samfylkingin halda sínu.
Alls hafa verið talin 6.118 atkvæði sem er rúmur fjórðungur af heildaratkvæðum.
Fyrstu tölur:
Sjálfstæðisflokkurinn – 32,4% – fjórir bæjarfulltrúar
Vinir Kópavogs – 17,5% – tveir bæjarfulltrúar
Framsóknarflokkurinn – 14,2% – tveir bæjarfulltrúar
Viðreisn – 11,1% – einn bæjarfulltrúi
Píratar – 9,1% – einn bæjarfulltrúi
Samfylkingin – 7,4% – einn bæjarfulltrúi