Greina mátti mikla óánægju á samfélagsmiðlum vegna bilunar í útsendingu Ríkisútvarpsins frá lokakeppni Eurovision í Tórínó. Bilunin átti sér stað þegar að útsendingin var færð yfir á RÚV2 í staðinn fyrir aðalrás RÚV. Sérstaklega var netútsendingin í ólagi auk þess sem þeir sem horfa á sjónvarpið í gegnum t.d. Apple TV lentu í vandræðum. Brugðu margir á það ráð að skipta yfir á útsendinguna í gegnum Youtube-rás RÚV.
Ríkisútvarpið sendi svo frá sér tilkynningu fyrir skömmu um að gríðarlegt álag hafi komið á kerfið við skiptingu á kosningasjónvarpi og söngvakeppni og útsending RÚV 2 datt út. Kerfin séu hins vegar að detta inn.
Afsakið hlé.
Gríðarlegt álag kom á kerfið við skiptingu á kosningasjónvarpi og söngvakeppni og útsending RÚV 2 datt út. Kerfin eru að detta inn #12stig
— RÚV (@RUVohf) May 14, 2022